Heimabíó fyrir atvinnumenn

Yfir mig hellast þessa dagana gersamlega óraunhæfir græjudraumar fyrir fyrirhugaða heimför. Í tengslum við það var ég að skrá mig í netklúbb HiFi klúbbsins og rak augun í ansi merkilegt meðlimstilboð.

Okkur meðlimum stendur nebbnilega til boða að kaupa nokkuð sem er ómissandi í öllum alvöru heimabíóum:

Bíóstólar

Bíóstólana!

Þetta eru stólar úr bíói í Horsens (með sætanúmerum og öllu). Seldir í þriggja sæta einingum meðan birgðir endast.

Meðlimaverðið er um 45 þúsund íslenskar.

Á ég að kaupa fyrir einhvern og taka með mér heim?

Annars viðheldur það þessum græjudraumum að sjónvarpið sem ég hef augastað á þessa dagana er 64% dýrara út úr búð á Íslandi heldur en hér. Það samsvarar um það bil 6 bíóstólum!


< Fyrri færsla:
Streita í sólinni
Næsta færsla: >
Óbrotinn úr boltanum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry