Breiðasta vefsíða heims?

Tveir kandidatar í titilinn "breiðasta vefsíða í heimi" eru hér í þessari færslu Dave Shea.

Önnur sýnir þig sem hlutfall af heildarfjölda jarðarbúa og hin stærðarhlutföll í vetnisatómi (og það er í alvöru áhugaverðara en það hljómar).

Ef snarlegar umreikningskúnstir mínar eru ekki að bregðast mér ætti síðan með atóminu að vera um 13 kílómetrar á breidd (á PC tölvum sem eru flestar með 96 pixla á tommuna).

Fróðlegt.


< Fyrri færsla:
Kólnar í kolunum
Næsta færsla: >
Friðrika er heppin
 


Athugasemdir (1)

1.

Stefán G. reit 21. júlí 2006:

Hahahaha, þetta eru frábærar síður. Ég fór að ráðum þess sem gerði vetnis atómssíðuna og prófaði að scrolla og það myndi sennilega taka mig nokkra tíma að komast út á enda.

Þetta minnir óneitanlega á þegar kennarinn útskýrði fyrir bekknum í menntó hvað Avogadro´s talan væri stór (6,022*10^23). Ef rúmmál eins poppkorns er 1 cm^3 og við poppum 6,022*10^23 baunir og radíus jarðar 6378 km þá má þekkja jörðina með 1,17 km lagi af poppkorni. Æði. Einnig mætti nota 367 kílómetra lag af litlum kókdósum.

Held þetta sé rétt.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry