Frá leiðinlegum mönnum

Heimsókn á vef Björgvins leiddi mig að mjög óáhugaverðri mynd af götu í Beijing, það leiddi hugann að vef leiðinlegu mannanna dauðyflanna og þar slysaðist ég inn á bráðskemmtilegt (en um leið notalega döll) trix:

Amazing Feats when Circling a Foot

While sitting in a chair, lift your right foot off the floor and make clockwise circles with the foot.

While doing this, draw the number "6" in the air with your right hand.

Your foot will change direction and there's nothing you can do about it.

But, if this is too exciting for you, instead of a number “6,” draw a number "9" in the air. Your foot will not change direction.

Heillandi.

Lesendur eru hvattir til að skrifa (leiðinlegar) athugasemdir og segja hvernig þeim gekk að halda réttum snúningi.


< Fyrri færsla:
Margoft yfir Löngubrúna
Næsta færsla: >
Farinn í frí
 


Athugasemdir (4)

1.

hildigunnur reit 24. júlí 2006:

haha, mér tókst þetta í annað skiptið með gífurlegri einbeitingu og mjög litlum hraða

2.

Jón Heiðar reit 25. júlí 2006:

Sko ég verð nú að mótmæla því að dullmen sé "leiðinlegir menn", það er eiginlega röng þýðing á orðinu "dull." "Dull knife" þýðir t.d. "bitlaus hnífur" en ekki "leiðinlegur hnífur." Betra þykir mér að þýða dullmen sem dauðyfli og væri þá íslenskun á léninu dullmen.com, daudyfli.is. Ég vil nefnilega halda í þá blekkingu að þó að ég sé "dull" þá sé ég að minnsta kosti ekki "leiðinlegur" (eða "boring"). Verst er að vera "pirrandi" eða "annoying". Ég óttast reyndar að þetta þus í mér sé allt í senn: "dull", "boring" og "annoying".

Ég held að ég þurfi að fara gera eitthvað annað, t.d. fá mér seríós og meira kaffi.

3.

Alex reit 25. júlí 2006:

Ég er svo mikill klaufi að þetta gekk ekkert voðalega vel hjá mér.

4.

Þórarinn sjálfur reit 25. júlí 2006:

Ég játa á mig þýðingarhandvömm í döllmönnum.

Það var orðið "óáhugavert" hjá Björgvini sem leiddi hugan að döllmönnum, en ég fann ekkert skárra en "leiðinlegum" svona í fljótu bragði (hefði auðvitað átt að geta gúgglað mig að dauðyflafærslum Jón Group).

Í minni næstu endurholdgun verður þessi færsla með dauðyflum í fyrirsögninni.

Sjálfum hefur mér ekki tekist að brjótast úr viðjum þeirra taugasálfræðilegu hamlana sem þetta trix leiðir í ljós.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry