Farinn í frí

Við erum búin að senda kennaranum okkar þær um það bil 50 síður sem nú liggja fyrir, E. ætlar svo í fríinu að skrifa kafla sem við erum búin að grófglósa og mitt framlag til verkefnisins verður að lesa svolítinn bunka af greinum (svona til að vera viðræðuhæfur). Það er þó varla nema nokkurra tíma verk og ætti að finnast smuga fyrir meðan á íslandsförinni stendur.

Mæting á Kastrup eftir rúma þrjá tíma, þaðan flýg ég á Akureyri, fer svo austur á morgun með millilendingu í Kelduhverfinu, flýg svo til Reykjavíkur á laugardag og út aftur þriðjudaginn eftir Verslunarmannahelgi.

Þetta líta kannski út fyrir að vera nokkuð drjúg ferðalög, en ég vonast til að ná að slaka aðeins á svona inn á milli.

Svo verður spennandi að sjá hvort ég kem til baka með atvinnutilboð í rassvasanum.

Buxnaskipulag

Það er ekki hlaupið að því að skipta milli miðjarðarhafs- og heimskautaloftslagsins. Ég áttaði mig t.d. á því í gær að það er ekkert vit í öðru en að vera í stuttbuxum í biðröðunum á Kastrup, en full þörf á síðbuxum á Norðurlandinu.

Amm, það er að mörgu að hyggja.


< Fyrri færsla:
Frá leiðinlegum mönnum
Næsta færsla: >
Enn með lífsmarki
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry