Þrír af þremur

Ég er búinn að gefa það út að taka ákvörðun um hvað verður fyrir valinu áður en helgin er úti, þannig að ég geti gefið svör áður en ég bruna út aftur.

Fyrirtækin þrjú sem ég er búinn að spjalla við eru mjög ólík og hafa hvert sína kosti (og eflaust galla, en þeir eiga það auðvitað til að koma ekki mikið í ljós í atvinnuviðtölunum sjálfum).

Lykilspurningarnar verða hvort ég vil vinna í stóru eða litlu fyrirtæki og hvers konar verkefnum ég hef helst áhuga á að fást við.

En þetta er auðvitað lúxusvandamál, að velja úr þremur spennandi valkostum.

Niðurstöður verða kynntar þegar þær liggja fyrir, en nú þarf fyrst að leggjast aðeins undir feld.


< Fyrri færsla:
Sól í Reykjavík
Næsta færsla: >
Tilbage i havnen
 


Athugasemdir (2)

1.

elin reit 04. ágúst 2006:

Vá!! Til hamingju með tilboðin þrjú! En já, hlýtur að vera fjandi erfitt að velja á milli.

2.

Þórarinn sjálfur reit 01. apríl 2007:

Skyldi þetta virka?

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry