Fundað með kennaranum
09. ágúst 2006 | 0 aths.
Í dag hittum við kennarann okkar í fyrsta sinn í nokkrar vikur og fórum með honum yfir athugasemdir hans og ábendingar við þessar 50 síður sem við sendum honum áður en við fórum öll í frí.
Við höfðum bókað með honum tveggja tíma fund, en þegar upp var staðið hafði hann teygst í þrjá klukkutíma.
John gerði töluverðar athugasemdir við teoríukaflana okkar og lagði til aðrar áherslur og að við myndum umskrifa kaflann að nokkuð miklu leyti.
Þeir kaflar sem ég skrifaði fengu nokkuð jákvæða umsögn (en slatta af ábendingum).
Ég fékk örlítinn hnút í magann þegar hann í upphafi spjallsins blaðaði lauslega í útprentinu og sagðist ekki skilja hvernig við hefðum getað slakað á í fríinu. Mér fannst ekki hægt að skilja það öðru vísi en að honum þætti við eiga mikið verk óunnið og jafnvel vera óþarflega kærulaus.
Niðurstaða yfirferðarinnar varð samt jákvæðari en við óttuðumst í fyrstu.
Við þurfum að vinna teoríukaflann betur og taka kannski í það viku eða svo, hins vegar spörum við okkur að skrifa langa framvindukaflann sem við höfðum ráðgert og spörum á því nokkra daga.
Þannig að ég er enn bjartsýnn á að þetta takist hjá okkur - enda eru næstum 22 vinnudagar eftir (að frátöldum næsta laugardegi á ég ekki von á að við tökum nein helgarfrí svo heitið geti). Við ættum að fara létt með að frum- og umskrifa þær á að giska 30-40 síður sem á vantar á þeim tíma.
Kökubiti.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry