Stysti hlaupatúr ever?
12. ágúst 2006 | 0 aths.
Hvað gerir maður á eina frídegi vikunnar, með langan vinnusunnudag framundan, þegar maður hefur þörf fyrir að fá sér ferskt loft og komast aðeins út á meðal fólks?
Jú maður fer auðvitað í stærsta moll Skandinavíu og lætur berast um með mannmergðinni milli þess sem maður skoðar hluti sem maður hefur ekkert efni á að kaupa.
Eða það gerði ég a.m.k. um hádegið í dag.
Þegar heim kom þvoði ég svo af mér og þegar sólin tók að skína á ný dustaði ég rykið af hlaupaskónum sem lítt hafa fengið að spreyta sig í sumarhitunum.
Ég var með smávægilegan höfuðverk sem ég var viss um að myndi brá af mér þegar ég kæmi út. Það fór hins vegar þveröfugt, um leið og ég skokkaði af stað og hjartað fór aðeins af stað fann ég fyrir skerandi púlserandi höfuðverkjum undir höfuðleðrinu og varð fljólega að játa mig sigraðan.
Hlaupatúrinn varð því ekki nema rétt nokkrar mínútur.
Um leið og ég stoppa er höfuðverkurinn sama og enginn, en honum líkar greinilega ekki við þetta sprikl í mér.
En túrinn varð þó nægilega langur til að ég neyðist í sturtu...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry