Ekki yfirlesinn enn
15. ágúst 2006 | 0 aths.
Ég er enn á lífi, ekki búinn að lesa yfir mig svo orð sé á gerandi, né hef ég skolast burt í snörpum skýföllum undanfarinna daga.
Ég er hins vegar svolítið önnum kafinn.
Annars er bara allt ágætt að frétta.
Skrifa meira þegar færi gefst. Eða réttara sagt þegar ég gef sjálfum mér færi til að skrifa hér.
PS: Þeir bræður; Elli litlibróðir og Dóri föðurbróðir voru að kaupa færibönd í Frakklandi (með tilheyrandi mannskap). Gott að sjá að einhver framkvæmir eitthvað af viti í familíunni.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry