Bölvuð sé samviskusemin

Við erum búin að sitja við skriftir alla helgina og hópstemmningin hefur sveiflast milli bjartsýni og svartsýni. Er í bjartsýnni kantinum sem stendur, þótt við höfum ekki náð að uppfylla metnaðarfyllstu plön um afrakstur.

Það versta er að þessu stressi okkar er einungis um að kenna samviskusemi og metnaði. Við erum fyrir löngu búin að vinna nóg til að það sé ljóst að við getum skilað af okkur þokkalegu verkefni eftir tæpar tvær vikur. Hins vegar höfðum við samið við kennarann um að senda honum í fyrramálið (mánudag) það sem við yrðum komin með, og við viljum hafa sem mest til að senda honum enda líklegt að það verði hans síðasti yfirlestur fyrir skil.

Raunar er staðan þannig að við eigum alveg eftir að skrifa niðurstöðukaflann, og við höfum tvo kafla sem líklega verða af stærðargráðunni 10 síður, þar sem við erum komin með á punktaformi hvað við ætlum að segja og bara eftir að orða það. Varla nema 2 vinnudagar.

Þannig að við ættum í raun að geta slappað aðeins af, en samt...

Við ætlum a.m.k. að vinna fram að hádegi á morgun og sendum þá á kennarann það sem við höfum á þeim tímapunkti.

Stefnum svo á að taka okkur svo frí(!) eftir hádegið.

Sjálfur hef ég það annars ágætt, svolítið dasaður en tiltölulega afslappaður yfir þessu öllu saman.

Ég held þetta takist.


< Fyrri færsla:
Þusað yfir mbl
Næsta færsla: >
Trabant og Apparat
 


Athugasemdir (1)

1.

elin reit 22. ágúst 2006:

Auðvitað tekst þetta!! Viðurkenni þó að þessi lýsing gerir mig bjartsýnni um að mér takist að skila 8. september. Á eftir að skrifa findings, umræður og niðurstöður. Æi já, og taka eitt viðtal og fá svör frá þeim sem fengu spurningar í tölvupósti.......

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry