Gámur í október?

Mér sýnist allt stefna í að það sem ég kem til með að taka með mér heim í byrjun október verði af frekar óheppilegri stærðargráðu; of lítið til að taka gám, en í það mesta til að senda þægilega á brettum.

Ég verð pottþétt með tvíbreitt rúm, skrifborðsstól, sundurskrúfaðan hægindastól og slatta af kössum auk þess sem ég mun að öllum líkindum skella mér á sófa til að taka með mér heim.

Það er því kannski ástæða til að forvitnast um það hjá lesendum hvort þeir viti af einhverjum sem eru að flytja heim á klaka um þetta leyti, sem ég gæti hugsanlega slegið mér saman við í gámaleigu?

Endilega hafið það bak við eyrað (eða bæði ef vera vill).


< Fyrri færsla:
Frí í sólarhring
Næsta færsla: >
Enn með lífsmarki
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry