Búin að prenta

Við erum búin að prenta út 3 eintök á voðafínan pappír sem við skilum, og svo eigum við 2 eintök ekki prentuð á alveg jafn fínan pappír (E. blessunin að spara aðeins fyrir hönd skólans, kunni ekki við að laumast í fína pappírinn fyrir okkar kópíur. Pínu krúttlegt.)

Með viðaukum eru þetta um 110 blaðsíður, svo 5 eintök proppfylla lok af ljósritunarpappírskassa - örugglega um 5-6 cm á þykkt.

Síðasta Word Count leiddi í ljós að án viðauka erum við með um 25 þúsund orð. Það er slatti.

Nú á ég bara eftir að sannreyna að skrárnar sem við ætlum að láta fylgja með virki sem skyldi og brenna þær á geisladiska.

Þegar það er komið ætla ég að leyfa mér að opna eins og einn øl.

Létt bras

Eins og við var að búast fylgdi útprentuninni dálítið bras, aðallega reyndar af því að við ákváðum að klára fyrst 3 eintök og láta okkar eigin sitja á hakanum. Það hefði verið praktískara að taka allt í einu.

Brasið hafði sínar jákvæðu hliðar, t.d. tók ég eftir því að á fínu litprentuðu forsíðunum okkar var "study" allt í einu orðið að "studie" og eitt orð vantaði alveg. Því náðist að kippa í réttan lið.

Svo komst ég að því að í einu eintakinu höfðu viðaukar D og E víxlast, en ég efast verulega um að nokkur hefði tekið eftir því - enda margir meira spennandi viðaukar til í heiminum.

En brenni ITU ekki til grunna í nótt (húsið verður a.m.k. fullt af slæptum lokaverkefnisriturum) ættum við að vera á lygnum sjó.

Við ætlum svo að hittast snemma í fyrramálið og finna okkur fjölritunarstofu til að gorma litlu börnin okkar með lipru nöfnin:

Gaze Interaction with Zoomable Interfaces - A Comparative Study of Gaze and Mouse Navigation

Við erum meira að segja næstum búin að taka til á kontórnum, eigum bara eftir að henda því sem við ætlum að halda í kassa og skila lyklunum.

Það er skrýtin tilhuxun að eiga líklega aldrei eftir að stíga fæti inn í þetta okkar annað heimili í hálft ár.

Þannig er nú tilvera námsmannsins í dag.


< Fyrri færsla:
D-dagur og E-dagur
Næsta færsla: >
Eindæma vonlaus tímasetning
 


Athugasemdir (1)

1.

Siggi & Huld reit 31. ágúst 2006:

Til lykke!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry