Eindæma vonlaus tímasetning

Á morgun verður, að mér skilst, byrjað að selja miða á leik FC København og Manchester United í Parken. Miðað við hvað hratt hefur selst upp á leiki FCK við Benfica og Celtic verða miðarnir á morgun fljótir að fara.

Leikurinn er hins vegar ekki fyrr en í byrjun nóvember og þótt smáatriði varðandi heimför mína séu ekki alveg komin á hreint, er þó klárt að ég verð löngu kominn heim þegar þessi leikur verður.

Týpískt.

Uppfært: Það tók 8 mínútur að selja upp á leikinn.


< Fyrri færsla:
Búin að prenta
Næsta færsla: >
Vores speciale afleveret
 


Athugasemdir (1)

1.

ármann reit 06. september 2006:

Þetta segir manni náttúrulega bara eitt. Maður á ekki að halda með Manchester United. Bara alls ekki. Ég er líka alltaf mjög snöggur að selja upp þegar ég sé þessi kvikindi.

PS. Chelsea er líka andstyggð.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry