september 2006 - færslur


Vores speciale afleveret

Og þá er maður bara búinn að skila, klukkan 10.15 að staðartíma. Næstum fimm tímum fyrir lokafrest, það er allt að því skammarlegt að vera svona tímanlega í því...

Letidagar eru ljúfir

Eftir París hef ég notið þess undanfarna daga að liggja aðeins í leti, sofa út og hafa það náðugt. Ferðasögubarningur hefur tafist af tæknilegum orsökum, en eitthvað gæti farið að bóla á ferðasögunni svona hvað úr hverju.

Stuð föstudaginn næsta

Þeim sem ekki komast á tónleika Nick Cave um næstu helgi er hér með boðið að kíkja á Funky Fredagsbar ITU næstkomandi föstudag þar sem ég mun annað hvort fagna nýtilkomnum titli eða drekkja sorgum mínum.

Vinnuhulu létt af

Það er víst löngu kominn tími til að svipta hulunni af því hvar ég kem til með að hefja störf eftir rétt rúman mánuð, reyndar ekki svo að skilja að það hafi nokkurn tíman verið alvöru leyndarmál...

The falling man

Í gærkvöldi horfði ég á ansi áhrifamikla heimildarmynd, The falling man, í danska sjónvarpinu. Mér sýnist á Morgunblaðinu að hún verði sýnd á Íslandi í kvöld, ég get alveg mælt með henni en heldur þykir mér nú kynningartextinn frá Sjónvarpinu/Mogganum vera ónákvæmur.

One more thing

Steve lætur ekki deigan síga og heldur áfram að berja sér á brjóst. Allri iPod línunni skipt út, bíómyndir í iTunes búðinni og Apple sjónvarpsbox væntanlegt í byrjun næsta árs. Nokkuð fróðlegt.

Skilgreining á sljóleika

Eitt af því sem ég hef verið að spá í að nota námslánin í áður en ég kem heim (svona til að viðhalda viðskiptahallanum við útlöndin) eru alvöru hnífar í eldhúsið (svo ég leyfi lox mínum innri Oliver að njóta sín). Tíu króna hnífurinn sem ég keypti fljótlega eftir að ég kom út er ekki alveg að standa sig í því stykki.

Apple fokkar upp

Jæja, það má segja margt um Apple, en þeir virðast a.m.k. ekki kunna að forrita fyrir Windows. Álpaðist til að installa nýja iTunes 7 og við það fór allt í steik.

Lokapróf á morgun

Jæja, þá fer að styttast í þessu. Klukkan 13 að staðartíma á morgun hefjum við E. vörn verkefnisins okkar, líklega á léttu klúðri. Um klukkan 13:15 að staðartíma munum við snúa okkur að æfðum fyrirlestri og spila framhaldið eftir eyrunum.

Letihelgi okkar frænda

Jæja, þá er helgin að baki og mál til komið að takast á við hversdaginn sem Cand. IT. Helgin var prýðilega afslöppuð og vel heppnuð.

París: Fyrsti hluti

Það hefur dregist úr hófi að festa ferðasöguna til Parísar "á blað" og orðið ljóst að ef hún á ekki að lenda í sama limbói og ítarlega ferðasagan frá Vasa er rétt að tækla hana eins og fílsát; einn bita í einu.

Latur en eirðarlaus

Letilífið er ljúft þessa dagana, en ekki get ég sagt að mér verði mikið úr verki í fyrirhuguðum dugnaði áður en brottflutningur hefst formlega.

Næsta helgi síðust

Það er skrítin tilhuxun, en nú er komið á hreint að helgin sem er að ganga í garð verður síðasta helgin mín í Köben (a.m.k. í þessari dvöl). Helgina þar á eftir verð ég í London og svo er stefnan tekin heim á klaka.

Nýtt leikfang móttekið

Ég held áfram að spara með því að eyða. Nýjasta leikfangið mitt var að skila sér í hús, rétt í þann mund sem ég var búinn að afskrifa að það myndi skila sér í dag. Spenna í lopti.

Að helgarstússi loknu

Á mánudagskvöldi held ég að helgin hljóti formlega séð að vera liðin og því hægt að skrifa minningargrein um hana með þokkalegri samvisku.

Spurning um nettengjara

Nú er ekki nema rétt rúmlega vika í að ég komi heim og ég búinn að pakka fyrir helgi í London. Ég er aðeins byrjaður að kíkja á hvað þarf að græja þegar heim er komið og verð að viðurkenna að nettengimál flækjast aðeins fyrir mér.