Stuð föstudaginn næsta
09. september 2006 | 0 aths.
Ég öfunda ekkert þá sem eru að fara á tónleika með Nick Cave næstu helgi (þið vitið hver þið eruð...)
Ég fæ nefnilega að fara í síðasta prófið mitt (a.m.k. í nokkur ár) á föstudaginn og þegar brestur á með Funky Fredagsbar (sem þýðir plötuþyrlar, fjölmenni og stuð) verð ég þar annað hvort að fagna því að vera orðinn meistari í vísindum eða bölvandi illsku heimsins.
Verð þó að viðurkenna í hroka mínum að ég á síður von á því að við verðum felld á prófinu, þannig að ég geng út frá því að verða fagnandi.
Áhugasömum er bent á að hafa samband þannig að hægt sé að hleypa viðkomandi inn í bygginguna.
Þetta verður eflaust skrýtin tilfinning...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry