Apple fokkar upp

Ég er svo sem ekki vanur að vera fyrstur að stökkva til og ná í nýjan hugbúnað, en álpaðist til að installa nýja iTunes 7.

Framan af virkaði allt vel, en svo fór tónlistin að hökta. Prófaði að slökkva á iTunes og komst þá að því að það er sama marki brennt og iTunes 6, neitar að láta slökkva á sér. Um leið og maður slekkur fer harði diskurinn að hamast og iTunes ræsir sig aftur.

Síðan hefur þetta bara versnað og nú hljómar tónlistin eins og AM útvarp sem er gríðarlega illa still, eiginlega ekkert nema suð.

Apple Support er rauðglóandi vegna rauðglóandi pirraðra kúnna.

Greinilegt að forritun fyrir Windows virðist ekki sterkasta hlið Apple manna. Þetta er kannski trix til að ýta iTunes fíklum yfir í að kaupa sér Makka?

Ég þykist reyndar vita að þetta sé stillingarvandamál með spilun gegnum Quicktime (hefur þó ekki tekist að fikta þeim stillingum í lag), geri ekki ráð fyrir að neitt af tónlistarskránum sé í raun skemmt. Þannig að það er ekkert annað að gera en að bíða eftir að einhversstaðar verði gefin út patch eða skýrar leiðbeiningar um hvernig á að laga þetta.

Verst að annað hvort er ég tónlistarlaus þangað til, eða þarf að installa nýjum spilara. Great.

En þangað til: Látið eiga sig að sækja iTunes 7 fyrir Windows.

Uppfært: Gafst upp á þögninni og installaði iTunes 6 aftur. Fór að vísu óþarfa fjallabaksleið að þessu, en ef aðrir lenda í sama vanda ætti að vera inni í My Music/iTunes möppunni undirmappan "Previous iTunes Libraries", þar ætti svo að vera skrá með nýjasta libraríinu frá því fyrir breytingar, með því að afrita hana til hliðar, uninstalla iTunes 7, setja svo gömlu librarí skrána inni í My Music/iTunes og endurskíra hana "iTunes Library.itl" (útgáfa 6 getur ekki notað skrána sem 7 býr til). Þá er "bara" að endurinstalla útgáfu 6 og þá ætti allt að vera eins og það var.

(Þetta skilur reyndar varla nokkur maður, en er við öðru en óskiljanlegum leiðbeiningum að búast frá kennaramentuðum upplýsingatæknifræðingi?)


< Fyrri færsla:
Skilgreining á sljóleika
Næsta færsla: >
Lokapróf á morgun
 


Athugasemdir (1)

1.

Þórarinn Leifsson reit 16. september 2006:

Ha!
Það er einhver vond lykt af þessu máli.
Reyni að skilja þetta. Þú hefur semsagt ekki efni á makka eins og við hin eða? ...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry