Og nýjar myndir
14. september 2006 | 3 aths.
Ég var víst aldrei búinn að vekja athygli á því að ég er nýlega búinn að bæta við tveimur myndaalbúmum í myndasafnið.
Annað er með myndum frá lokaverkefnisskilum okkar skötuhjúanna og eftirfylgjandi fredagsbar, svo er myndasafn frá París.
Ferðasaga parísarferðarinnar er væntanleg fyrir næstu aldamót, hef bara verið frekar önnum kafinn (og pínu latur) upp á síðkastið.
Athugasemdir (3)
1.
Óskar Örn reit 14. september 2006:
Gangi ykkur skötuhjúum vel á morgun!
Talandi um skötuhjú: Var að skoða myndirnar frá París. Skemmtilegar myndir en eitthvað fannst mér fara lítið fyrir ferðafélaganum. Og þá er ég ekki að meina Þórarinn Jr! Sýnist reyndar myndin af bleiku hundunum leyna á sér ef maður horfir vel.....
2.
Gísli reit 15. september 2006:
Vóhóhó... Eitthvað vantar hér í frásögn ritstjóra sem mig grunar að Óskar hafi óvart misst út úr sér... Held ég sé búinn að lesa á milli línanna að þú sért maður eigi einsamall, en fjandakornið, ekki ertu óléttur?
3.
Þórarinn sjálfur reit 17. september 2006:
Nei, það er rétt. Ég er ekki óléttur.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry