Nýtt leikfang móttekið

Það sem verður að öllum líkindum næststærsta fjárfestingin mín áður en ég fer heim (sófinn stærri og sjónvarp verður trauðla keypt úr þessu) var rétt í þessu að skila sér í hús.

Nýja leikfangið er ekki sérlega stórt og hvað er meira viðeigandi stærðarviðmiðun hér í baunaríki en flaska af Tuborg?

Nýi Makkinn minn

Ég er sem sé aftur orðinn makkaeigandi eftir um 6 ára hlé. (Þar áður átti ég LC 475.)

Mér þótti um að gera að nota tækifærið meðan ég er enn námsmaður (á a.m.k. gilt stúdentakort) til að krækja mér í skólaafslátt Apple og spara líka nokkrar krónur frá verðinu heima (auk þess sem þessi útgáfa af Mini var ekki enn kominn í sölu á Íslandi síðast þegar ég athugaði).

Tímabundin örvænting

Ég hef svo verið að fylgjast með framvindu mála og skv. vef Apple fór pakkinn í dreifingu TNT um helgina. Þeir tilkynntu að frá kl. 9 í morgun hefði status sendingarinnar verið "Out For Delivery", þannig að ég hélt mig að mestu heima við og beið spenntur.

Rúmlega 3 kíkti ég á vefinn og komst að því að statusinn hafði þá breyst í "Delivery Address Incorrect / Incomplete / Missing".

Mér leist ekki á blikuna og hringdi í TNT og skv. símadömunni vantaði alveg götunafn og númer, þau hefðu bara herbergisnúmerið mitt. Ég gaf henni það upp og hún sagði mér að þetta ætti þá að skila sér á morgun.

Mér var lítt skemmt, en fátt annað að gera í stöðunni.

Það liðu svo ekki nema tæpar 10 mínútur þar til hringt var dyrabjöllunni og pakkinn mætti. Á honum stendur hins vegar skýrum stöfum bæði götunafn, húsnúmer og herbergisnúmer - þannig að ekki veit ég hvernig það gat klúðrast.

En nú er pakkinn sem sé kominn og létt jólastemmning í gangi. Um leið er létt samviskubit að vera ekki úti að spóka sig, þetta gæti vel verið síðasti sólardagur haustsins og á morgun verður skýjað.

Næst verður skjárinn aftengdur Surtlu litlu og tengdur í Litla litla í staðinn (betra nafn verður valið fljótlega). Það verður svo spennandi að sjá hvort mér text að koma makkanum á netið, en fyrst er að kveikja.

(Ég ákvað samt að skella þessari færslu inn fyrst, því myndavélin er enn sem komið er bara tengjanleg við Surtlu.)

Nafnaábendingar óskast. Stubbur?


< Fyrri færsla:
Næsta helgi síðust
Næsta færsla: >
Að helgarstússi loknu
 


Athugasemdir (6)

1.

Gunnar reit 25. september 2006:

kubbur?

2.

Örn Kristinsson reit 25. september 2006:

Hvað er þetta eiginlega maður?
Er IBM ekki nógu gott fyrir þig lengur :(

Er samt ekki alveg að fatta hvaða græja þetta er, kanski fansí brauðrist.

3.

Þórarinn sjálfur reit 25. september 2006:

Kubbur kæmi til greina. Stubbur vekur hins vegar upp notalegar bernskuminningar um bókina góðu.

IBM (Surtla) stendur enn fyrir sínu og verður áfram aðalvinnuvélin mín. Makkanum er ætlað að virka sem server á væntanlegu heimaneti, meðal annars streymandi tónlist yfir í þessa græju.

4.

ingarun reit 26. september 2006:

til lukku með makkann og til lukku með lokaverkefnið. hversu mikinn afslátt fá námsmenn annars hjá apple? spurning um að nýta sér það:)

5.

Þórarinn sjálfur reit 26. september 2006:

@Inga Rún: Takk, takk og takk fyrir síðast. Kíktu bara sjálf á stúdentaafsláttinn, í mínu tilviki dugði hann nokkurn vegin fyrir stækkuðu minni upp í 1GB.

6.

Elli reit 26. september 2006:

macríll, makríli...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry