Spurning um nettengjara
27. september 2006 | 4 aths.
Nú er ekki nema rétt rúmlega vika í að ég komi heim og ég búinn að pakka fyrir helgi í London. Ég er aðeins byrjaður að kíkja á hvað þarf að græja þegar heim er komið og verð að viðurkenna að nettengimál flækjast aðeins fyrir mér.
Ég hef aðeins kíkt á vefi Símans, Hive, Og Vodafone (og einhverra minni spámanna) en þeir virðast passa sig á að vera aldrei að bjóða upp á alveg sambærilegan pakka við neinn hinna, þannig að samanburður er erfiður.
Það sem ég veit að ég þarf er:
- ADSL tenging með þráðlausum aðgangspunkti
- Heimasíma, þótt hann verði líklega lítið sem ekkert notaður
- GSM síma, er núna með Frelsisnúmer en mun færa það yfir í áskrift aftur
Meiri spurningamerki eru yfir:
- Tengihraða, ég veit ekki til þess að ég sé að fara að streyma til mín bíómyndum alveg á næstu misserum, og geri ekki ráð fyrir mörgum samtímanotendum, þannig að 1 MB/sek ætti í raun að vera alveg nóg (þ.e. ef það er alvöru hraði, ekki bara teoretískur).
- Gagnamagn. Ég hef ekki lagst í BitTorrent og félaga, en get þó ekki útilokað að það verði einhvern tíman. Núverandi notkunarmynstur mitt er vel undir 4 GB á mánuði (en það er á hægu kollegíneti). Væri kostur að geta aukið gagnamagnið ef þörf reynist fyrir hendi.
- ADSL sjónvarp. Ég er a.m.k. ekki að fara að kaupa áskrift að enska boltanum alveg strax, en mér skilst að on-demand dæmið hjá Skjánum sé prýðilegt. Held þó að sjónvarpstenging ætti ekki að vera deal-breaker (þ.e. skortur þar á).
Ég hef ekkert að gera við x netföng, vefsvæði eða slíkt, kann ágætlega við mig á mínum ameríska server.
Þannig að spurningin er svolítið um þjónustustig fyrirtækjanna, hvar maður er að fá öruggar tengingar og minnst bögg. Ég er heldur ekki alveg að átta mig á því hvaða möguleikar eru í því að prjóna saman þessar þrjár þjónustur (landlínu, GSM og ADSL), hvort það gefur afslætti eða hvernig þetta virkar í landi fákeppninnar.
Eru einhverjar ábendingar/frábendingar frá lesendum? Einhver sem treystir sér til að höggva á hnútinn?
Athugasemdir (4)
1.
Óskar Örn reit 28. september 2006:
Skiptum yfir í ADSL hjá Hive snemma á þessu ári. Vorum fyrst hjá Símanum og það var endalaust vesen og fokk með þráðlausa netið hjá þeim. Þjónustusíminn þeirra er líka hell on earth! Verið mjög sátt við Hive, held ég sé með 4 MB tengingu en man það bara ekki alveg. Ekki lagst í samanburð á verði milli fyrirtækja enda með afbrigðum latur neytandi. Get a.m.k. mælt með Hive fyrir mínar takmörkuðu þarfir.
Blessaður slepptu svo þessu on-demand sjónvarpsdæmi. Því minna sjónvarpsúrval sem maður hefur því betra! Grípa bara góða bók í staðinn!
2.
Þórarinn Leifsson reit 28. september 2006:
Gangi þér vel nafni. Ég er að fara að leggjast í alveg eins pælingar í Barcelona. Að vísu búið að redda netinu. Það kemur í Ethernet kapal af neðri hæðinni í gegn um elhúsgluggana og IP síminn er tengdur við. Annað með mobilos. Þarf að kanna það.
3.
Gunnar Grimsson reit 01. október 2006:
Hef fína reynslu af Hive, styður líka við alvöru samkeppni með því ;>
4.
Þórarinn sjálfur reit 02. október 2006:
Já, ég verð að viðurkenna að Hive er svolítið freistandi. Bara spurning um hvaða áskriftarpakka ég myndi taka hjá þeim. Stefni á að senda þeim fyrirspurn og tékka þannig þjónustulundina :)
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry