október 2006 - færslur
03. október 2006 | 0 aths.
Ég lenti í Köben á sunnudagskvöld eftir skemmtilega helgi í London. Nú er herbergið hins vegar gersamlega á hvolfi, enda þykist ég vera að pakka niður. Búinn að semja við húsvörðinn um að skila af mér herberginu klukkan 10 að staðartíma á föstudag.
03. október 2006 | 1 aths.
Ekki reynist pökkunardugnaður meiri en svo að ég gef mér tíma til að skella inn nokkrum myndum, annars vegar frá ferð með Hönnu Birnu og dætrum í dýragarðinn og hins vegar nokkrar myndir frá London.
04. október 2006 | 1 aths.
Jæja, sit hér eftir miðnætti að staðartíma sötrandi øl og á leið í bólið í síðasta sinn hér í .dk (næstu nótt sef ég svo á vindsæng hér í .dk). Herbergið lítur út eins og handsprengju, vopnaðri flutningakössum og umbúðapappír hafi verið hent hér inn. Hef trú á að rykið lægi í fyrramálið þegar ég fer að ryðja kössum fram á gang og henda rusli út í gám.
07. október 2006 | 0 aths.
Þá er ég barasta kominn heim. Alkominn. Að minnsta kosti þangað til ég flyt eitthvert annað.
09. október 2006 | 0 aths.
Þegar ég kíkti í tölvupóstinn minn í morgun kom í ljós að ég hafði fengið 123 nýja pósta. Það þýðir ekki nema eitt. Spammarahelvíti.
09. október 2006 | 2 aths.
Það var með vissum kvíða sem ég loggaði mig inn á danska netbankann minn í dag.
10. október 2006 | 1 aths.
Eftir stutt hlé virðist ruslpóstflóðið frá "mér" nú vera hafið aftur. Ég hef ekki við að henda út úr pósthólfinu mínu tilkynningum um að póstur sem ég sendi hafi ekki skilað sér til réttra viðtakenda. Miðað við þann fjölda hryllir mig við tilhuxuninni um það hversu margir póstar um ótrúlegt þyngdartap hafi skilað sér til viðtakenda. Þó bót í máli að "ég" virðist gefa upp alls konar önnur nöfn en mitt eigið.
13. október 2006 | 0 aths.
Í framhaldi af fyrri færslu um dans minn á fjármálabrúninni er nú komið í ljós að einn lítill kebab (með kóki) steypti mér fram af skuldabjarginu.
13. október 2006 | 4 aths.
Það er svolítið skrítin tilfinning sem fylgir því að flytja aftur inn á sama stað eftir tvö ár og verða hálfhissa yfir því sem kemur upp úr geymslunni (og kannski ekki síður því sem ekki kemur upp úr geymslunni).
17. október 2006 | 3 aths.
Það er stór stund í lífi sérhvers gegns þjóðfélagsþegns að snúa aftur til lífs hins vinnandi manns, eftir að hafa verið í afætugír námsmannsins undanfarin rétt rúmlega tvö ár. Ég byrjaði sem sé hjá Hugsmiðjunni í gær og er smám saman að koma mér fyrir og komast í gang.
19. október 2006 | 0 aths.
Beðist er velvirðingar á færslufalli undanfarinna daga. Er ekki enn orðinn nettengdur heima og kann ekki við að taka tíma í dagbókarskrif í vinnunni. En það er sitthvað búið að ske, þó fátt byltingarkennt.
19. október 2006 | 0 aths.
Þá er ég næstum orðinn nettengdur hjá Hive. Ég er búinn að fá þráðlausa boxið og fartölvan getur tengst boxinu en internetið er eitthvað tregt að leika við boxið. Bendir til að eitthvað eigi eftir að gera til að virkja ADSL tenginguna. IP símaaðgang fæ ég svo einhverntíman á næstunni.
25. október 2006 | 0 aths.
Dagbókarþögnin stuttlega rofin. Það stendur eitthvað í Hive-mönnum að fá tenginguna mína til að virka, fékk tæknimann um daginn og skv. honum er vandamálið annað hvort hjá Símanum eða í leiðinni út úr húsi hjá Hive.
25. október 2006 | 2 aths.
Í ljósi fréttar á mbl.is í morgun er rétt að taka fram að ég kom heim til Íslands af fúsum og frjálsum vilja.
28. október 2006 | 3 aths.
Eitthvað er Hive spekingum að ganga illa að koma mér í samband við umheiminn.
28. október 2006 | 5 aths.
Ég held að það sé löngu kominn tími á það að ég "ljóstri því upp" hér á þessari dagbók að ég er búinn að vera á föstu síðan í sumar - og er enn.
29. október 2006 | 0 aths.
Er ekki kominn tími til að tjá sig um eitthvað pólitískt? Það finnst mér.
29. október 2006 | 1 aths.
Í öðrum fréttum er þetta annars helst...