Myndum bætt við

Þá er ég búinn að skella tveimur myndaalbúmum í ljósmyndasafnið.

Ég fór með þeim mæðgum Hönnu Birnu, Sif og óskírðri Liv í dýragarðinn um daginn á degi sem trúlegast var síðasti veðurblíðudagur (minn) í Köben þetta haustið.

Liv svaf eins og steinn allan tíman en Sif naut óskiptrar athyglinnar og skoðaði dýrin af miklum áhuga.

Ferð í dýragarðinn.

Í London skiptumst við bræður á að taka myndir og mínar myndir eru því færri en þær hefðu verið ef ég hefði verið einn með vél. Kannski bætast síðar við einhverjar myndir frá Sigmari, en þar til eru þetta myndir úr Design Museum, af byggingum og frá leiknum.

Áhugasamir geta dundað sér við að bera saman myndirnar frá leiknum við þær sem ég tók á White Hart Lane um árið. Við sátum svolítið ofar að þessu sinni, en staðsetningin er að öðru leyti glettilega lík.

Lundúnamyndir 2006.


< Fyrri færsla:
Nýkominn og pakkandi
Næsta færsla: >
Allt að hafast
 


Athugasemdir (1)

1.

Siva reit 03. október 2006:

Gaman að sjá myndir, bíð spennt eftir að sjá myndir af einhverju spennandi í Reykjavík ;)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry