Lifað á fjármálabrúninni

Það var með vissum kvíða sem ég loggaði mig inn á danska netbankann minn í dag.

Ég vissi sem var á lokasprettinum að það væri lítið inni á reikningnum og reyndi að nota VISA kortið meira en ég hefði ella gert (nennti ekki að vera að millifæra of mikið yfir á danska reikninginn, auk þess sem það tekur alltaf nokkra daga) og vildi síður fara yfirum enda er ég ekki með yfirdráttarheimild og fæ þá voða ströng bréf frá bankanum og 100 DKK rukkun fyrir bréfsútsendikostnaði.

Staðan í morgun: 163 krónur.

Mér sýnist að 120 króna leigubíllinn frá því á föstudagsmorgni sé ekki kominn inn, þannig að á danska reikningnum mínum núna eru því um 43 krónur.

Svo vona ég bara að engin óvænt færsla skjóti upp kollinum sem steypi mér í stórskuldir.

Alltaf gaman að eiga reikninga í útlöndum.


< Fyrri færsla:
Vítislogar hirði spammara
Næsta færsla: >
Ruslpóstflóðið heldur áfram
 


Athugasemdir (2)

1.

Sigmar reit 09. október 2006:

Ég skildi eftir mig 82 krónur á mínum danska reikningi. Svo þegar að engin hreyfing var búin að eiga sér stað í langan tíma fékk ég hringingu frá bankanum um að reikningnum hefði verið lokað og þau vildu vita hvað ætti að gera við alla fjárhæðina...gjaldkerinn var pínu hissa þegar ég bauð henni bara að eiga peninginn en samþykkti það að lokum.

2.

Þórarinn Leifsson reit 09. október 2006:

Danir og bankar:) Alltaf sólarhring að færa pening á milli reikninga.
Velkominn á klakann þar sem menn hugsa allavega hratt.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry