Ruslpóstflóðið heldur áfram

Eftir stutt hlé virðist ruslpóstflóðið frá "mér" nú vera hafið aftur. Ég hef ekki við að henda út úr pósthólfinu mínu tilkynningum um að póstur sem ég sendi hafi ekki skilað sér til réttra viðtakenda. Miðað við þann fjölda hryllir mig við tilhuxuninni um það hversu margir póstar um ótrúlegt þyngdartap hafi skilað sér til viðtakenda. Þó bót í máli að "ég" virðist gefa upp alls konar önnur nöfn en mitt eigið.

Ég held þó að menn séu að verða það ónæmir fyrir þessum flóðum að ég vonast til að enginn hafi samband við mig persónulega og krefjist þess að ég láti af þessum ósóma.

En ef svo er er hætt við að slíkum pósti verði huxunarlítið hent af mér í tiltekt.

Maður er oft feginn að búa í litlu tungumálasamfélagi, póstur með enskum fyrirsögnum er fáséður og yfirleitt ekki opnaður nema með nokkurri varúð.

Ach, well... verra gæti þetta eflaust verið.


< Fyrri færsla:
Lifað á fjármálabrúninni
Næsta færsla: >
Kebabinn steypti mér
 


Athugasemdir (1)

1.

Óskar Örn reit 11. október 2006:

Já, þú gætir verið í Írak. Eða Bakkafirði.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry