Kebabinn steypti mér

Þegar ég kíkti á danska heimabankann minn um daginn var ég að vona að þar myndi ég skilja við 40 krónur eða svo á reikningnum mínum.

En þekkjandi hversu seint færslur eiga það til að skila sér í blessaða danska bankakerfinu þorði ég ekki annað en að tékka aftur nokkrum dögum síðar.

Þess má geta að Danir halda að bankakerfið sitt sé hraðvirkt og á heimsmælikvarða, kannski er það raunin miðað við hryllingssögur af t.d. breska kerfinu, en þegar samanburðurinn er íslenska bankakerfið verður að segjast að það er örlítill steinaldarkeimur af því danska.

En anyhow, dankortafærslurnar eiga það til að vera nokkra daga að skila sér inn í kerfið (veit ekki hvort leiðslurnar eru svona langar í serverakerfinu, en þetta á allt að heita rafrænt) og nú eru komnar í ljós tvær færslur sem ég hafði gleymt; síðustu kebabkaupin í Danmörku upp á 41 og 55 krónur (spænt í sig með pökkun og þrifum).

Þannig að reikningurinn stendur þar með í mínus 54 krónum og ég þykist vita að þegar kerfið áttar sig á þessari ósvinnu verði sent harðort bréf á mitt fyrra heimilisfang og ég rukkaður um 100 kall fyrir áminninguna. Ég er því búinn að biðja bankann minn (íslenska) um minnstu millifærsluna mína hingað til; 2500 kall íslenskur (svona til að vera viss).

Vonast ég þar með til að greiðslum mínum til .dk sé lokið að sinni (að Vísa greiðslunni fyrir sófann min frátalinni).


< Fyrri færsla:
Ruslpóstflóðið heldur áfram
Næsta færsla: >
Flytjandi (aftur) inn
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry