Stendur í Hive

Nú eru komnar rúmlega tvær vikur síðan ég pantaði nettenginguna hjá Hive og einhverjir 10 dagar síðan ég fékk endabúnaðinn.

Á miðvikudeginum gladdist ég þegar ég kom heim úr vinnunni og sá öll ljós ljóma á routernum og tilraunir leiddu í ljós að ég gat komist á netið.

Að sama skapi leiddist ég þegar ég kom svo aftur heim seinna um kvöldið eftir matarboð og ljósin voru aftur slökknuð og netsambandið horfið.

Þannig að ég er enn netlaus og skrifa þessa færslu því með hugarorkunni einni saman.

Beðist er velvirðingar á huxanlegum ritvillum, en það er erfitt að nota sjónminnið þegar maður er að skrifa með hugarorkunni.


< Fyrri færsla:
Að gefnu tilefni
Næsta færsla: >
Út úr skápnum
 


Athugasemdir (3)

1.

hildigunnur reit 28. október 2006:

vinkona mín skipti yfir í Hive fyrir nokkrum vikum og er nú búin að gefast upp á þeim. Meiri downtime en up. Hvernig er líka hægt að treysta fyrirtæki sem auglýsir hraða í bitum?

2.

Már reit 28. október 2006:

Hildigunnur, "bit" (bitar) er standard mælieining á hraða nettenginga og hefur verið það í a.m.k. hátt í þrjá áratugi.

3.

hildigunnur reit 30. október 2006:

ekki bit/sek?

þá hef ég misskilið hrapallega...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry