Sófi og flugnafjöld

Fyrirhöfnin með sófann heldur áfram. Í dag fékk ég símtal um að hann væri laus úr tolli og hætti snemma í vinnunni til að fara og sækja hann.

Fékk sendibílastjórann til að hjálpa mér að drösla honum upp og það reyndist þrautin þyngri því hann er langur og erfiður í jafnvæginu.

Afleiðingin varð bara nokkuð fullorðins áreynsluastmi sem bráði þó fljótlega af mér.

Ég reif utan af stærri einingunni án uppákoma, en þegar ég byrjaði að rista á plastið utan af hinni flugu tvær hvítar mjóleitar flugur upp.

Kom í ljós að það er einhver helvítis hellingur af flugum sem hefur slæðst með, líklega einhvers konar mölflugur þótt greining liggi ekki fyrir. Vona bara að þær séu ekki búnar að éta á hann göt.

Ég gerði því hlé á aðgerðum, fór og fékk lánað flugnaeitur hjá Alex og spreyjaði inn í pakkningarnar og upp í loft þar sem þær voru teknar að hópast.

Núna sit ég inni í vinnuherbergi og bíð eftir að eitrið virki, er þegar búinn að fara eina ferð fram og ryksuga upp hræ og vankaðar flugur. Fer bráðum í að klára að taka umbúðirnar af og sjá hvort eitthvað finnist af púpum eða lirfum.

Þannig að ekki er öll sagan sögð með sófann enn...

Þess má til gamans geta að þetta er fyrsta dagbókarfærslan mín skrifuð á Stubb litla, "I'm on a Mac baby - yeah" eins og Austin Powers hefði orðað það.

Farinn fram aftur með hníf og eiturbrúsa.


< Fyrri færsla:
Mikið fyrir haft
Næsta færsla: >
Af óæskilegum innflytjendum
 


Athugasemdir (3)

1.

Alex reit 08. nóvember 2006:

Til hamingju með Stubb. Vildi bara að efnið hefði verið skemmtilegra. Stóru ljótu flugur ojojoj. Það langar örugglega engan að sitja hjá þér í fína sófanum núna. Sorry.

2.

Margrét reit 09. nóvember 2006:

Hahaha oj ég er sammála Alexöndru... langar ekki beint að koma nálægt þessum sófa á næstunni. En kannski er mér bara ekki boðið hvort sem er, hvað veit maður.

3.

Óskar Örn reit 09. nóvember 2006:

Þetta hljómar eins og set-up í prýðilega ódýra hryllingsmynd!
"The Couch" - "...just when you thought it was safe to sit on the couch...!"
Vona að flugurnar margfaldist ekki að stærð, éti þig í svefni og taki svo yfir heiminn. Þá myndi ég hringja í Danina og kvarta!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry