Orð mín afturtekin

Í inngangstexta síðustu færslu tóxt mér að klúðra orðasambandinu "á dagana drifið" í "á dagana dregið".

Umræddir dagar eru beðnir innilega afsökunar á þessum mistökum.

Í færslunni þar áður kvartaði ég yfir kulda. En eftir að snjórinn er kominn vil ég nú heldur biðja um 2-3 gráður í mínus heldur en plús.

Slabbfjandinn er jafnvel enn leiðinlegri en kuldi.

Eru áðurnefnd ummæli því hér með dæmd dauðleg og lítt merk eftir því sem við á.


< Fyrri færsla:
Tónleikar og fleira
Næsta færsla: >
Nörd í bíó
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry