Nörd í bíó

Þá er ég í vikunni búinn að sjá bæði The Departed og Mýrina. Hvort tveggja prýðismyndir sem hægt er að viðhafa nörraleg komment um.

Í The Departed tók ég meðal annars eftir því að allir tölvuskjáir í vinnustöðvum lögreglunnar voru vandlega merktir Dell í bak (en ekki þori ég að fullyrða um að þeir hafi líka verið það í fyrir - man ekki til þess að það sjónarhorn hafi sést).

Ef hins vegar var súmmað inn á það sem menn voru að gera á skjánum gat ég ekki betur séð en það væri í Mac viðmóti (flettilistar og þess háttar).

Í mýrinni tók ég fyrst eftir því að íslenskar kvikmyndir eru sífellt að færast nær því að losna undan bölvun íslenskra sviðsleikara; oFurSKýRum framburðinum. Þess í stað virðist samt komið í tízku ákveðin þvoglumælgi. Fyrir vikið þurfti maður virkilega að hafa fyrir því að hlusta eftir hvað sumar persónurnar voru að segja.

Ólafía Hrönn þótti mér hins vegar detta inn í upplestrar-framburðar-gírinn, sérstaklega í einni senu.

Ég hafði ekki lesið bókina og lét því tímaflakkið ekki fara eins mikið í taugarnar á mér og Alex gerði, en þegar við ræddum myndina eftir á gerði ég mér grein fyrir því hversu stór hluti af atburðunum gerast í raun fyrir líkfundinn sem myndin byrjar á.

Nörrinn í mér velti því líka fyrir sér hvort ónefnd blóðsletta hefði nokkuð átt að geta lent framan í ónefndum stórleikara - en slettan er vel skiljanleg út frá dramatískum sjónarhorni.

Lýkur þar með kvikmyndanörri.

Heima-nörd

Af heimaslóðum er það að frétta að ég er búinn að tengja tölvurnar saman þannig að makkinn virki sem server. Ég komst fljótlega að því að það að kópíera skrár yfir þráðlausa netið væri brjálæðislega hægt, þannig að ég nappaði 5 metra crossover snúru af Fálkagötunni og þetta er allt annað líf.

Eftir routerstillingarnar er tónlistarstreymið farið að virka alveg hnökralaust.

Hins vegar rann upp fyrir mér það ljós að með því að flytja tónlist yfir í iTunes á makkanum og streyma henni þaðan hefur það í för með sér að playlistar sem stjórnast af aldri laga og eða Play Count eru út úr myndinni. Ætli ég dundi mér ekki við að nota "genre" og komment til að tagga lögin eftir mínu höfði.


< Fyrri færsla:
Orð mín afturtekin
Næsta færsla: >
Minns í hljóðveri
 


Athugasemdir (4)

1.

Elli reit 23. nóvember 2006:

Þú byrjaðir.....
Bróðir kvikmyndanördsins þóttist taka eftir því í Mýrinni að þegar ónefndur maður á flótta undan ónefndu tilvonandi fórnarlambi ónefnds morðingja stekkur upp í ónefndan bíl rembist hann við að koma bílnum í gang með því að snúa lyklinum. Rétt er að nefna það að ónefndi bíllinn er hins vegar af Renaultgerð þar sem notast er við lykilkort og ræsiknapp.....
Þannig var það nefnilega.

Einhverjir gætu talið þetta smáatriði vera smáatriði en þegar horft er á myndina eins og undirritaður gerði, á fremsta bekk, þá eru engin smáatriði.

2.

Óskar Örn reit 23. nóvember 2006:

Jeeez! Nirðir!!
Jæja, viljið þið prýðiskvikmynd sem hægt er að viðhafa nörraleg komment um? Með blóðslettum!!
Look no further:

sjá hér

3.

Óskar Örn reit 23. nóvember 2006:

Úpps! Klikkaði eitthvað linkurinn þarna! Maður er bara ekki nógu mikill nörd....!

(Yfirnördinn búinn að laga)

4.

Óskar Örn reit 24. nóvember 2006:

Þakka þér!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry