Bilunin fundin: Ég

Um daginn var ég að reyna að leita uppi einhverja bilun í umferðarmælingunum mínum. Ég fann hana skömmu síðar og reyndist hún að sjálfsögðu liggja hjá mér sjálfum.

Það grátlega er að í færslunni var ég raunar langt kominn með að leggja saman tvo og tvo, það vantaði bara herslumuninn upp á að námunda að næstu heilu tölu.

Ég var búinn að átta mig á að þetta hefði gerst um líkt leyti og ég skellti upp "Mínar stillingar" takkanum, aðsóknarmælingarnar virtust vera að virka en voru samt að mæla grunsamlega lítið.

Raunin var að ég hafði splæst takkanum inn á það sem ég hélt að væri nýjasta útgáfa af grunnskjali vefsins, en reyndist vera eldri útgáfa þar sem ég var bara búinn að tengja umferðarmælinguna á forsíðuna í tilraunaskyni.

Þegar ég var svo að leita að villunni hef ég bara prófað að fikta í forsíðunni og sá því ekki annað en allt væri í lagi.

Kjánaprik.


< Fyrri færsla:
Plögg: Jólabónus Hugleix
Næsta færsla: >
Gluggaumslag nóvembermánaðar er...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry