Sófinn stóðst prófraunina

Um helgina reyndi á tvo lykilþætti sófans góða og verður ekki annað sagt en hann hafi staðist prófið með sóma, bæði hvað varðar hlutverkið sem partísófi og sem heils dags haugaundirstaða.

Á laugardagskvöldinu fékk ég gesti í heimsókn í eins konar endurinnflutningspartí. Það var prýðileg samkoma og þótt ég væri sá eini sem hefði hitt alla gestina áður virtist fara vel á með öllum.

Daginn eftir reyndi svo á hlutverk sófans þegar annað okkar skötuhjúa vaknaði með tak í baki og hitaslæðing. Þá var gripið til þess að skella extended útgáfunni af Fellowship of the Ring í tækið, leggjast upp í sófa með panódíl, sæng og snakk. Og síðan leiddi eitt af öðru...

Ég get því vottað að það að horfa á allar þrjár extended útgáfurnar í trekk tekur af stærðargráðunni 12 tíma með matar- og pissupásum.

Sjálfur fór ég reyndar á leikæfingu um ellefu-leytið og horfði því ekki á nema 5 af þessum 6 DVD diskum.

Bæði prófin stóðst sófinn sem sé með töluverðum sóma.

(Í ljósi inngangstextans tek ég fram að ég er ekki að kalla kærustuna mína haug, ég er bara að vísa í hið viðurkennda hugtak "að haugast" í merkingunni að liggja í leti fyrir framan sjónvarpið (gjarnan í góðum sófa)).


< Fyrri færsla:
Gluggaumslag nóvembermánaðar er...
Næsta færsla: >
Með bilaða efnishyggju
 


Athugasemdir (1)

1.

Alex reit 05. desember 2006:

Eins gott!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry