Gluggaumslag nóvembermánaðar er...
04. desember 2006 | 1 aths.
Í flokknum "gluggaumslag nóvembermánaðar" var einungis eitt umslag tilnefnt af valnefnd og var það því sjálfkjörið.
Umrætt umslag var tilkynning frá HHÍ um að ég hefði hlotið vinning í útdrætti nóvember. Það er nokkuð skondið í ljósi þess að þennan miða keypti ég fyrir ca. 5 árum síðan þegar ég var að vinna að nýjum vef HHÍ. Þá var hann keyptur í ljósi þeirrar tölfræðilegu staðreyndar að ekki var skráður á hann nokkur vinningur.
Síðan hef ég unnið fjórum sinnum (skv. upplýsingum á vefnum) og mér sýnist að þar með hafi ég endurheimt um það bil 2/3 af verði miðans þessi ár.
Í tilnefningum desembermánaðar er KB banki fyrir hönd Samskipa ekki að gera sérlega gott mót með því að hóta mér lögfræðiinnheimtu ef ég greiði ekki kröfu fyrir flutningunum frá Danmörku, sem ég reyndar staðgreiddi daginn sem ég sótti fyrri hluta búslóðarinnar.
Það kostar víst símtal í fyrramálið.
Athugasemdir (1)
1.
Sesselja reit 09. desember 2006:
Lenti í nákvæmlega þessu sama, nema það kostaði svona 4 símtöl og ekki nóg með að þeir rukkuðu mig heldur var Intrum farið að hóta öldruðum föður mínum bál&brandi ef hann borgaði ekki, afþví að hann var skráður Umbi í þjóðskrá á steinöld, en búslóðin var nú send á mitt heimilisfang á Íslandi þannig að það hefði nú átt að vera auðvelt að finna það!!!!!
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry