Rafræn jólakveðja 2006

Eins og undanfarnar aðventur er jólakort thorarinn.com einungis gefið út á rafrænu formi.

Margir lesendur hafa látið í ljósi óskir um að fá lox að sjá myndir af þessari títtnefndu Alex og því þótti rétt að hafa hana með á jólakorti ársins (þó ekki liggjandi á feldi eins ritstjóri stakk upp á).

Meðfylgjandi er því mynd tekin þegar tvíburasystir hennar, Sandra, var í heimsókn. Líkt og sjá má eru þær ekki sérlega ólíkar og hefur stundum legið við vandræðalegum mis-gripum hins ómannglögga ritstjóra.

Jólakveðja 2006

Með okkur á myndinni er einnig kötturinn Emil sem var sérlega óáhugasamur um að brosa framan í myndavélina.

(Fyrir áhugamenn um flugnasófann fræga er rétt að taka fram að þessi mynd er tekin heima hjá Alex og að það er sófinn hennar sem glyttir í að baki okkar.)

Bestu jólakveðjur ritstjórnar til lesenda allra, á landi, sjó og í rafheimum.

For mine danske venner

Kærlig julehilsen fra Island med dette billede af mig, Alex, hendes kat Emil og tvillingesøster Sandra.

Toro.

Julehilsen 2006


< Fyrri færsla:
Húsgögn fást gefins
Næsta færsla: >
Horft til himins
 


Athugasemdir (4)

1.

Óskar Örn reit 17. desember 2006:

Er að fara að póstleggja kortið til ykkar. Toppa samt varla þessa ágætu mynd af þér og The Evil Twins! Takk annars fyrir síðast.

2.

Þórarinn sjálfur reit 17. desember 2006:

Alex og Sandra eru nú bara sármóðgaðar yfir að vera kallaðar illir tvíbbar. Alex spyr hvort hún hafi virkilega komið svona illa fyrir í gærkvöldi?

3.

Hanna Birna reit 18. desember 2006:

Falleg mynd af þér og ljúflingunum (The Evil Twins....Óskar..!). Gaman að fá að sjá "gíraffen"...:)

4.

Þórarinn sjálfur reit 18. desember 2006:

Þýðingarþjónusta thorarinn.com:

At se se giraffen
= at stille sin nysgerrighed efter at se en omtalt person

(sponsað af ordbogen.com)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry