Fædd í leigubíl
30. desember 2006 | 2 aths.
Ritstjórn og formaður aðdáendaklúbbs thorarinn.com óska Sigga og Huld til hamingju með dótturina sem fæddist í leigubíl utan við Eyrnasundskollegíið á fimmtudagskvöld.
Eins og sagt er frá á mbl.is í morgun lét Álfheiður ekki bíða eftir sér (eftir reyndar að beðið hafði verið eftir henni í nokkra daga) og pantaði leigubíllinn komst aldrei af stað.
Huld að reyna að panta leigubíl til að komast heim
Samkvæmt heimildum ritstjórnar mun bílstjóragreyið enn vera vafrandi um nágrenni Eyrnasundskollegísins, muldrandi línur úr kóraninum og spangólandi að tunglinu.
Ritstjóri er ekki frá því að hann hafi gegnt litlu en þó veigamiklu hlutverki í aðdraganda þess að ofangreind frétt birtist í Morgunblaðinu.
Fleiri myndir af nýliðanum má sjá í myndasafni fjölskyldunnar.
Tekið er á móti heillaóskum á bloggi hins stolta föður.
Athugasemdir (2)
1.
Siggi reit 30. desember 2006:
Takk fyrir kveðjuna!
Bílstjórinn hringdi í gær gríííííííííðarlega spenntur að heyra hvernig gengi hjá okkur. Ég gleymdi alveg að spyrja hann hvernig hann hefði það greyið.
2.
Júlía reit 02. janúar 2007:
Vá! Hamingjuóskir til Sigga og Huldar :)
Og gleðilegt ár.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry