Ársskýrsla thorarinn.com 2006
03. janúar 2007 | 1 aths.
Nú ber svo við að fyrsta færsla nýs árs er ársskýrslan. Ekki hefur mér alltaf tekist að vera svo tímanlega í skýrslugerðinni, en batnandi mönnum og allt það...
03. janúar 2007 | 1 aths.
Nú ber svo við að fyrsta færsla nýs árs er ársskýrslan. Ekki hefur mér alltaf tekist að vera svo tímanlega í skýrslugerðinni, en batnandi mönnum og allt það...
03. janúar 2007 | 3 aths.
Nú eru búsetustaðir æsku minnar smám saman að taka við sér og gera það sem ég hvatti til á síðastliðnu ári; að hafa frítt í almenningssamgöngur.
13. janúar 2007 | 0 aths.
Það er ekki á hverjum degi sem maður gerir sér glaðan dag með háæruverðugum dóms- og kirkjumálaráðherra og hirð hans. En það gerði ég sem sagt í gærkvöldi.
13. janúar 2007 | 0 aths.
Við Alex vorum að koma af The Prestige (Upphefðinni) með Jackman og Bale. Fín mynd.
14. janúar 2007 | 0 aths.
Ég er orðinn sannfærður um að Kaupþing hefur borgað miklu meira fyrir auglýsingarnar með Cleese heldur en þeir hafa viljað láta uppi. A.m.k. dettur mér engin önnur ástæða í hug fyrir því að þeir eru búnir að láta hann yfirtaka allt sitt kynningarefni en sú að þeir séu að reyna að nýta fjárfestinguna.
14. janúar 2007 | 1 aths.
Eftir kynningu Job í síðustu viku eru flestir að velta fyrir sér iPhone; hvað hann komi til með að kosta og hvenær hann komi til Evrópu.
15. janúar 2007 | 2 aths.
Einhversstaðar í borginni er strætisvagn, líklega nr. 15 sem á vantar stefnuljós hægra megin að aftan og flekann sem það er fest á. Ég veit ekki hvort þetta sé hluti af víðtækari hamflettingum.
19. janúar 2007 | 2 aths.
Hjá mér er ýmist í ökkla eða eyra þegar kemur að innkaupum. Ég er ekki sérlega gefinn fyrir verslanaþvæling, en einstöku sinnum rennur á mig eldmóður og þá kaupi ég allt sem hreyfist (og hristi herðatrén ef með þarf).
20. janúar 2007 | 1 aths.
Það er ekki gott að vera í spreng. Borgaryfirvöld í Reykjavík eru greinilega meðvituð um þetta og flokka almenningspiss sem mannréttindamál.
28. janúar 2007 | 0 aths.
Fyrst þegar ég sá merkið á búningum íslenska landsliðsins á HM, Kempa, hélt ég fyrst að þetta væri kannski íslenskt vörumerki en hef síðar komist að því að svo er ekki.
28. janúar 2007 | 0 aths.
"Af hverju skammarðu bara mig? Þeir gerðu það sama og ég og þeir eru ekkert skammaðir! Ég veit það alveg því ég sagði þeim að gera það." - ónefndur olíuforstjóri.
31. janúar 2007 | 0 aths.
Það virðist vera tízkubylgja í gangi með textaðar sjónvarpsauglýsingar. Undanfarið hafa þýskir meðaljónar tjáð sig um íslenska handboltalandsliðið auk þess sem eitthvað bólar enn á Cleese að geifla sig með undirtextum.
31. janúar 2007 | 0 aths.
Það fór aldrei svo að ekki tækist að tæla mig í eitthvað flass-stúss í vinnunni. Ein listasmíða minna prýðir nú nýopnaðan vef frá okkur og sitthvað fleira er í pípunum.
31. janúar 2007 | 2 aths.
Þótt Jóhannes Páll páfi hafi séð ástæðu til að ítreka það 1996 að Jesús hafi verið eini sonur Maríu munu sagnfræðingar vera sammála um að við lát hans var það bróðir hans James sem tók við söfnuðinum. Kaþólska kirkjan er hins vegar að öllum líkindum komin af rómverskum sérstrúarsöfnuði sem sló haldi á misskildar frásagnir af lífi Jesú frá Nasaret.