Ókeypis í strætó!

Nú eru búsetustaðir æsku minnar* smám saman að taka við sér og gera það sem ég hvatti til á síðastliðnu ári; að hafa frítt í almenningssamgöngur.

Fyrst kom frétt um að hefja eigi almenningssamgöngur á milli Egilsstaða og Fellabæjar, ókeypis.

Og núna er Akureyrarbær búinn að ákveða að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum með því að hafa ókeypis í vagnana.

Þetta er auðvitað það sem ég hvatti til í pistli fyrir tæpu ári. Nú vona ég bara að bæjarfélagið sem ég hef búið í mín fullorðinsár fari fljótlega að dæmi þeirra.

Það væri að minnsta kosti gáfulegri hugmynd en að halda til streitu hugmyndum um mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar sem yrðu brjálæðislega dýr og óhjákvæmilega klúðursleg í framkvæmd - og myndu ekki gera annað en flytja umferðarteppuna um nokkur hundruð metra, að gatnamótunum við Skógarhlíð annars vegar og Suðurlandsbraut hins vegar.

Þá væri nær að leggja þá milljarða í ókeypis strætó.

Koma svo Reykjavík!

*) Ég leyfi mér hér að tiltaka búsetustaði eftir hentugleikum, ég er nefnilega fæddur í höfuðborginni og bjó þar fyrstu þrjú ár ævinnar.


< Fyrri færsla:
Ársskýrsla thorarinn.com 2006
Næsta færsla: >
Djammað með Birni
 


Athugasemdir (3)

1.

Siggalára reit 12. janúar 2007:

Þórarinn! Það var samlestur í gær. Hvar varst þú eiginlegast?

2.

Þórarinn sjálfur reit 13. janúar 2007:

Fjarverandi. Býð mig örugglega fram á hliðarlínuna, en ekki sviðsbrúnina...

3.

Siggalára reit 15. janúar 2007:

Jæjajæja. Það verður þá bara stuð hjá okkur á kantinum.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry