Djammað með Birni

Það er ekki á hverjum degi sem maður gerir sér glaðan dag með háæruverðugum dóms- og kirkjumálaráðherra og hirð hans. En það gerði ég sem sagt í gærkvöldi.

Þetta var árshátíð dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sem heitir reyndar nýársfagnaður, en er aðalhátíðin.

Veislan fór fram í sal á Nordica og var hin besta skemmtun. Ég er að vísu ekki alveg hlutlaus þar sem ég þekki formann skemmtinefndarinnar (og útbjó hluta af myndasjói kvöldins).

Gísli Einarsson sjónvarpsmaður fór á kostum sem veislustjóri, hann var í raun með uppistandsprógram svo tár frussuðust út á kinnar viðstaddra.

Þegar hljómsveitin lagði hljóðfærin á hilluna enduðum við skötuhjúin í eftirpartíi í heimahúsi í heimunum.

Reynsla mín af eftirpartíum að afloknum menntaskólaárunum hefur yfirleitt verið á þann veg að þar átta menn sig á því hvað þeir séu í raun þreyttir og partíin fjari hratt út. En þar sem við vorum ekki nema um klukkutíma áður en við ákváðum að halda heim kom ekki til þess í þessari samkomu að upplifa hana fjara út (og enginn fann hjá sér þörf fyrir að glamra Stál og hníf á gítar).


< Fyrri færsla:
Ókeypis í strætó!
Næsta færsla: >
Umsögn um Upphefðina
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry