Ekki meiri Cleese!

Ég er orðinn sannfærður um að Kaupþing hefur borgað miklu meira fyrir auglýsingarnar með Cleese heldur en þeir hafa viljað láta uppi. A.m.k. dettur mér engin önnur ástæða í hug fyrir því að þeir eru búnir að láta hann yfirtaka allt sitt kynningarefni en sú að þeir séu að reyna að nýta fjárfestinguna.

Ég held hins vegar að þetta sé núna farið að bíta þá í rassinn.

Auglýsingin með Cleese átti vel við á lokasprettinum fyrir áramótaskaupið, og hefði alveg mátt rúlla svona í fyrstu viku nýs árs.

Kaupþing hefur hins vegar gengið algerlega af göflunum og hann er geiflandi sig á flettiskiltum, strætóskýlum, prentefni og vefsíðum.

John Cleese er listamaður sem ég hef haft miklar mætur á, en nú er ég að verða kominn með alveg upp í kok af honum og veit að ég er alls ekki einn um það.

Hlífum þjóðinni við meiri Cleese

Ekki meiri Cleese, please!

(Lesendur komnir með leið á Cleese auglýsingunum rétti upp hönd...)


< Fyrri færsla:
Umsögn um Upphefðina
Næsta færsla: >
Nýju Apple græjurnar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry