Hafa strætisvagnar hamskipti?

Ég var að senda eftirfarandi póst gegnum "hafðu samband" virknina á bus.is. Held hann segi allt sem segja þarf.

Góða kvöldið,
ég tók eftir því rétt áðan að líklega hefur strætisvagn ekið utan í skilti sem markerar lok 30km svæðis á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla. A.m.k. er þar beyglaður staur og ca. 40x70 cm gulur fleki sem mér sýnist vera með stefnuljósi lá á gangstéttinni.

Þetta virðist tiltölulega nýskeð, og ef uppgötvast hefur vagn nr. 15 sem á vantar plötu á hægra afturhorni þá liggur hún þarna við ljósastaur.

Það væri æskilegt að ná í hana sem fyrst, sérstaklega þar sem á að hvessa á morgun.

Bestu kveðjur,
Þórarinn Stefánsson


< Fyrri færsla:
Nýju Apple græjurnar
Næsta færsla: >
Hamhleypa til innkaupa
 


Athugasemdir (2)

1.

Óskar Örn reit 16. janúar 2007:

Þetta er fallegt bréf, eiginlega ljóðrænt og þá sérstaklega lokalínan um væntanlet hvassviðri! Vona að Strætó gefi þér þinn eiginn strætisvagn í þakkarskyni.
Hvað varðar síðustu pistla þá er ég sammála þessu með Cleese. Sama sveitamennskan þarna og hjá þessum útibússtjóra þeirra sem leigði DuranDuran í partýið. Svona "sjáðuhvaðégerríkuréggetleigtallskonarfrægakalla! Liggaliggalá!) Fáranlegt og púkó!
Hef ekki skoðun á iPhone eða yfirleitt neinu sem byrjar á i, og finnst fátt háæruverðugt við Björn varnarmálaráðherra. Sorrý Alex!
Góðar stundir.

2.

Þórarinn sjálfur reit 16. janúar 2007:

Þakka hlý orð. Þess má geta að á sá um ellefuleytið í gærkvöldi að platan var horfin og í morgun fékk ég svohljóðandi tölvupóst:

Komdu sæll Þórarinn, færi þér nýárskveðjur og þakkir fyrir hugulsemina um að láta okkur vita af þessari plötu sem komin er í hús núna.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry