Götusalerni eru mannréttindamál

Þegar ég fletti gegnum Vesturbæjarblaðið í morgun staldraði ég við hálfsíðuna "Stuttar borgarfréttir" með klausum um skipulagsmál, jólatrjáhirðingar, útsvarstekjur og fleira.

Þar var líka stutt klausa undir yfirskriftinni "Götusalerni í miðborginni!":

Á fundi Skipulagsráðs var rætt um staðsetningu götusalerna í borginni. [...] Afgreiðslu erindisins var frestað og vísað til umsagnar Mannréttindanefndar Reykjavíkur.

Ég verð að viðurkenna að þessi ár sem ég var starfsmaður borgarinnar var ég aldrei með almennilega yfirsýn yfir allt nefndakerfið og man ekki eftir að hafa heyrt Mannréttindanefndar getið, en almenningssalerni eru greinilega í hennar verkahring.

Þetta er sko alvöru stjórnsýsla, ég vona bara að Mannanafnanefnd verði líka sett í málið svo hugsanleg pisserí fái ekki óviðeigandi nöfn.


< Fyrri færsla:
Hamhleypa til innkaupa
Næsta færsla: >
Þýsk sirkus-kempa
 


Athugasemdir (1)

1.

Óskar Örn reit 21. janúar 2007:

Ætla ekki að tjá mig um almenningssalerni í Vesturbænum heldur vill ég bara taka undir skoðanir höfundar á prjónabindinu portúgalska. Það var ansi slæmt, en reyndar samt ekki stærsti afleikur Arnarins í þeirri ágætu ferð.......!!
Ansi erum við Örn annars búnir að vera duglegir að skokka í haust. Stoltur af okkur!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry