Þýsk sirkus-kempa

Fyrst þegar ég sá merkið á búningum íslenska landsliðsins á HM, Kempa, hélt ég fyrst að þetta væri kannski íslenskt vörumerki.

Eitthvað í líkingu við Henson, Cintamani, 66N eða önnur ámóta tilþrif í sportfatnaðarbransanum.

Var ekki DonCano líka íslenskt? (Sællrar minningar.)

En þegar ég tók eftir að andstæðingar landsliðsins voru í alveg sams konar búningum tók ég að efast um þessa kenningu mína (og síðan sýnist mér að öll lið sem við höfum keppt við séu í Kempa búningum).

Alnetið hefur svör við þessu eins og mörgu öðru, Kempa er þýskt vörumerki og hefur ekkert með kempuskap að gera heldur heitir eftir handboltakempunni Bernhard Kempa.

Benni sá sýnist mér helst vera frægur fyrir að hafa fundið upp "Kempa-skotið" sem mér sýnist aftur vera það sem vér íslíngar höfum hingað til kallað sirkusmark.

Kannski þurfi að umskíra það í "kempumark"?

En þetta hefði annars getað verið eðal vörumerki á íslenskan íþróttafatnað.

Ég er einmitt að grúska í því í vinnunni að finna upp á vörumerki sem gæti nýst bæði á Íslandi og erlendis fyrir nýja vöru sem við erum að skoða markaðssetningu á, en efast um að Kempa passi...


< Fyrri færsla:
Götusalerni eru mannréttindamál
Næsta færsla: >
Þeir gerðu líka!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry