Þeir gerðu líka!

Úr Fréttablaðinu í gær:

Þá telja [lögmenn fyrrverandi forstjóra olíufélaganna] að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hafi verið brotin með því að lögsækja einungis forstjórana en ekki aðra starfsmenn sem tóku þátt í samráðinu. Því ætti að vísa málinu frá dómi.

WTF?

Sem sagt, af því að undirmenn þeirra hlýddu fyrirmælum og tóku þar með þátt í lögbrotinu er ekki hægt að lögsækja þá sem báru ábyrgð og tóku ákvarðanir?

Má ekki senda þessa lögmenn aftur í leikskólann? Þetta er röksemdafærsla af leikskólaklassanum, "þeir gerðu þetta líka!".

Sem varakröfu fer ég fram á að lögmennirnir verði flengdir á beran bossann fyrir að misbjóða réttlætistilfinningu almennings með þessari röksemdafærslu sinni.


< Fyrri færsla:
Þýsk sirkus-kempa
Næsta færsla: >
Tíðkast textaðar auglýsingar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry