Flass-smiðurinn ógurlegi

Það fór aldrei svo að ekki tækist að tæla mig í eitthvað flass-stúss í vinnunni. Ein listasmíða minna prýðir nú nýopnaðan vef frá okkur og sitthvað fleira er í pípunum.

Á nýjum vef Matís er á forsíðunni lítil flash-hreyfimynd sem ætlunin var að sýndi þessi á myndrænan hátt hvernig fjórar stofnanir/fyrirtæki rynnu saman til að mynda Matís og það endaði með því að við vorum beðnir um að redda þessu og boltinn endaði á mínu borði sem hafandi mesta reynslu af flassi.

Eitthvað gekk reyndar brösuglega að fá lógó í réttum útgáfum og eins og sjá má ef glöggt er rýnt renna þau ekki jafn mjúklega saman og annars hefði getað orðið.

Höfuðsmíð

Það vildi reyndar svo til að þegar ég spurðist fyrir um það hvernig hönnunin gerði ráð fyrir að hausinn yrði að hreyfimyndinni lokinni kom í ljós að enginn hafði séð hönnunn frá auglýsingastofunni á því hvernig grafíkin í hausnum ætti að vera. Þó hafði borist óljós orðrómur um að það hefði ætlunin að hafa einhvern himin þarna.

Það fór því svo að ég gerði þetta bara sjálfur og fékk vottun grafíkeranna okkar á að þetta væri ekki að misbjóða smekkvísi þeirra stórlega. Það er því útfærsla míns sjálfs á skýjum sem er toppgrafíkin á þessum nýja vef.

A.m.k. þar til annað kemur í ljós.

Frekari æfingar

Af skiljanlegum ástæðum get ég ekki tjáð mig mikið um það sem er í pípunum í vinnunni, en það eru nokkur flash-tengd verkefni á verkefnalistanum sem ýmist verða unnin eða verkefnastýrt af mér.

Mun þá bæta aðeins í 'blingið' á einhverjum vefja okkar (vonandi þó allt með smekklegum hætti).

Meira um það þegar fram líða stundir.


< Fyrri færsla:
Tíðkast textaðar auglýsingar
Næsta færsla: >
Jesú bróðir besti
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry