Tíðkast textaðar auglýsingar

Það virðist vera tízkubylgja í gangi með textaðar sjónvarpsauglýsingar. Undanfarið hafa þýskir meðaljónar tjáð sig um íslenska handboltalandsliðið auk þess sem eitthvað bólar enn á Cleese að geifla sig með undirtextum.

Í lok síðasta árs voru það svo allra þjóða kvikindi sem tjáðu sig um góðar hugmyndir frá Íslandi (eins og tekið var fyrir í skaupinu) - en um það hversu algengt þetta var fyrri hluta árs get ég lítið tjáð mig sökum fjarveru.

Áður man ég til dæmis eftir enska fótboltafíklinum sem horfði á fótbolta á Skjánum og dönsku Thule sérfræðingunum.

"Ísland best í heimi" var hins vegar ekki textuð, enda hefði það líklega bara spillt djóknum.

Þá er að sjá hvort auglýsingastofurnar halda áfram að herma eftir sjálfum sér á þessu nýhafna ári, eða hvort einhver finnur upp á einhverju nýju...


< Fyrri færsla:
Þeir gerðu líka!
Næsta færsla: >
Flass-smiðurinn ógurlegi
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry