Bara vondur klæðnaður

Þótt ég fagni snjónum og birtunni sem honum fylgir, og þó smá frost sé ekkert sem ég kippi mér upp við var ekki laust við að ég bölvaði kuldanum og sjálfum mér á leið heim í dag.

Þar sem ég stóð í biðskýli við Snorrabrautina í þunna regnjakkanum sem ég keypti á herrafataútsölunni um daginn og dró fram í hlýindarigningunni um daginn, var ekki laust við að mér yrði huxað til dúnúlpunnar og vetrarjakkans sem héngu í fatahenginu á Flyðrugrandanum.

Maður lærir af reynslunni. Dúnúlpan á morgun.


< Fyrri færsla:
Jesú bróðir besti
Næsta færsla: >
Allir í mat
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry