Alvarleg geðræn vandamál?

Er það ekki dæmi um meiriháttar geðræna kvilla að vakna með stef úr jólalagi á heilanum í byrjun febrúar? Og það í ofanálag leiðinlegu jólalagi?

Ég bara spyr.

Að öðru leyti hef ég það fínt.

Vinsældir fara dalandi

Ég tók annars aðeins til í heimsóknamælingunum mínum um helgina, enda þóttu mér gestir farnir að mælast grunsamlega margir (og fækkaði ekkert heimsóknum þótt færslufall yrði í nokkra daga).

Ég bætti við fleiri nöfnum í róbótalistann (og þ.á.m. að ef einhver kynnir sig sem lægra en Mozilla 5 compatible lít ég á viðkomandi sem róbót).

Það er því við því að búast að súlurnar vinstra megin á forsíðunni fari aðeins lækkandi næstu daga.

Svo ætla ég við tækifæri að henda út u.þ.b. 250.000 heimsóknarfærslum liðins árs sem ég er hvort eð er búinn að vinna greiningar úr...

Gagnagrunnar eru skemmtilegir, sérstaklega ef maður bara kynni almennilega á þá...


< Fyrri færsla:
Allir í mat
Næsta færsla: >
Nóg að gera
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry