Ég er juðari

Undanfarna daga hef ég verið að dunda mér við að hressa upp á skenk í eigu Alexöndru, ættargrip mikinn úr Rúmfatalagernum sem til stendur að hvítta. Sú aðgerð varð mér afsökun til að kaupa mér nýtt leikfang.

Ég skellti mér á lítinn Bosch juðara á 7 þúsund kall í Europris (varist frændur hans með snúru, batteríið er það sem blívur).

Ég hef staðið við úti á svölum og pússað af miklum móð. Þetta er hörkugræja með túrbóhljóði. Þegar við bætist góður hljómbotn í skenknum eru það bara djöfuls vitleysingarnir sem ákváðu að puðra upp flugeldum fyrir utan blokkina eftir miðnætti aðfaranótt mánudags sem koma í veg fyrir að ég sé óvinsælasti maðurinn í húsinu.

En það er gaman að upplifa hvernig maður og vél verða eitt. Eða með orðum Kennedys:

Ich bin ein Juder.

< Fyrri færsla:
Nóg að gera
Næsta færsla: >
Öryrkjavagn á Laugarveginum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry