Öryrkjavagn á Laugarveginum

Ekki veit ég hvort til er opinbert heiti á svona gripum, en það sem ég kalla öryrkjavagn er eins konar millistig milli þess að vera rafmagnshjólastóll og rafknúin skellinaðra.

Þeir þeyttust um á svona græjum öryrkjarnir í danaveldi (og ekki endilega allir alltaf bláedrú). En eins og einhvern íslíngurinn benti mér á sá maður næstum eingöngu lifrarpylsulita Dani á svona tryllitækjum, íbúar dekkri á hörund virtust þurfa að gjökta á tveimur jafnfljótum.

Það var ekki síður heimilislegt að sjá að öryrkjavagninn stóð mannlaus utan við spilakassastaðinn Mónakó á Laugarveginum.

Greinilegt að menn hér eru ekki orðnir jafn þróaðir og á hverfisbarnum mínum á Amagri, þar sem voru hjólastólavænar sjálfvirkar rennihurðir - mikið notaðar.


< Fyrri færsla:
Ég er juðari
Næsta færsla: >
Danska genbrúgsgullið gleymdist
 


Athugasemdir (1)

1.

Siggi reit 22. febrúar 2007:

Þetta hefur örugglega verið bauni sem hefur tekið Norrænu til að hefja innrás danskra öryrkja á öryrkjasamgöngumarkaðinn á Íslandi, enda mörg sóknarfæri nú þegar strætó er að leggjast af.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry