Hvar liggja mörkin?

Ég ætla ekki að blanda mér í umræður um það hvort þessi klámráðstefna sem slík hafi átt rétt á sér, en spyr mig hvar mörkin liggja.

SAS hótelinu hefur verið hrósað fyrir að hafa tekið rétta ákvörðun, en það fer ekkert á milli mála að þeir hafa látið undan pólitískum þrýstingi - sem gerir þetta að lítt dulbúinni stjórnvaldsaðgerð.

En hvar liggja þá mörkin? Hvað gerist þegar næsti umdeilanlegi hópur mælir sér mót á Íslandi? Hvað með til dæmis:

 • Tóbaksframleiðendur
 • Eigendur fjárhættuspilavefja
 • Framleiðendur spilakassa
 • Sænska vopnaframleiðendur
 • Vísindakirkjuna
 • Djöfladýrkendur
 • Róttæka andstæðinga fóstureyðinga
 • Sea Sheapard
 • Álfursta
 • BDSM samtök
 • Falun Gong
 • Serbneska hershöfðingja
 • Bandaríska forsetann og fylgdarlið
 • Stjórnendur Guantanamo fangabúðanna
 • Nýnasista
 • Gyðinga
 • Blökkumenn
 • Feminista
 • Samkynhneigða

Hverjir eru velkomnir og hverjir ekki? Hver ræður? Hvers vegna?


< Fyrri færsla:
Danska genbrúgsgullið gleymdist
Næsta færsla: >
Vasavefur lifnar við
 


Athugasemdir (4)

2.

Þórarinn Leifsson reit 24. febrúar 2007:

Heirðu. Flott point.
ALCOA? Fá þeir að að hanga á SAS barnum?

3.

SHIFT-3 reit 25. febrúar 2007:

Hmmm... mér finnst óþarflega mikil tvíhyggja felast í þessari spurningu - að sá sem amist við einum gesti, sé á einhvern hátt skikkaður til að amast við öllum.

Er ekki einmitt eðlilegt að hver og einn fari í gegnum listann sem birtur er hér að ofan og velji hverjum hann sjái ástæðu til að mótmæla og hverjum ekki.

Ég ætla að prófa:

* Tóbaksframleiðendur - nei, bögga mig ekki sérstaklega
* Eigendur fjárhættuspilavefja - ditto
* Framleiðendur spilakassa - ditto
* Sænska vopnaframleiðendur - ekki spurning! Bú á Bofors!
* Vísindakirkjuna - nei, Tom Cruise er vinalegur dvergur
* Djöfladýrkendur - æ,nei. Eru þetta ekki vænstu skinn?
* Róttæka andstæðinga fóstureyðinga - Já, ég held það
* Sea Sheapard - Nei, engin ástæða til þess
* Álfursta - Mögulega
* BDSM samtök - Af hverju?
* Falun Gong - ekki frekar en vísindakirkjuna
* Serbneska hershöfðingja - Já, ekki spurning
* Bandaríska forsetann og fylgdarlið - Ditto
* Stjórnendur Guantanamo fangabúðanna - Ditto
* Nýnasista - Ditto
* Gyðinga - Nei. Ekki nema viðkomandi væru stækir Zíonistar.
* Blökkumenn - Nei. Ekki nema viðkomandi væru hluti af fylgiliði Bandaríkjaforseta, álfurstar eða sænskir vopnaframleiðendur.
* Feminista - Nei
* Samkynhneigða - Nei

Er þetta vitlaus nálgun?

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry