Andri strikes again?

Á leið til Alex eftir lökkunartilburði og maraþonfærslu dagsins tók ég skyndilega eftir óvenju skýrum stjörnuhimni.

Fyrst leit ég upp á bjart tungl, og tók þá eftir að Óríon blasti við ásamt ótal öðrum stjörnumerkjum sem ég kann ekki að nefna. Það var fyrst þegar ég fór að velta fyrir mér hvernig á þessu stæði, sem ég tók eftir því að öll götuljós hverfisins væru slökkt.

Mér skilst að myrkvun götuljósanna sem Andri Snær stóð fyrir á síðasta ári (ekki satt?) hafi verið hálfmisheppnuð vegna skýjafars. Í kvöld er hins vegar heiðskír himinn og stjörnurnar blasa við.

Ekki þori ég að fullyrða um hvort þetta er bilun hjá OR eða hvort þetta er einhver uppákoma tengd Vetrarhátíð - þótt það að ljósin virðist loga hér og þar á einstaka götustubb bendi frekar til hins fyrrnefnda.

En það er a.m.k. frekar undarlegt að ganga eftir gangstéttunum í svona myrkri.


< Fyrri færsla:
Nánar um markafærsluna
Næsta færsla: >
Kúkað með Elvis
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry