Desktop Tower Defense

Enn ein sönnun þess að leikir þurfa ekki að vera með geðveika grafík til að vera skemmtilegir.

Desktop Tower Defense er bráðskemmtilegur kænsku/hasar leikur sem hægt er að spila í vafra (er Flash leikur).

Ég fattaði það ekki alveg strax, en þær tekjur sem maður fær getur maður notað jafnóðum til að kaupa sér fleiri turna (ekkert hlé milli "levels"). Og það er oft meira "bang for the buck" að uppfæra turna frekar en kaupa nýja.

Ef sett eru met má slá inn hópnafnið "iceland" til að bera árangurinn saman við okkur Alex (sem ég píndi til að prófa leikinn).

Góða skemmtun.

(via Kottke)


< Fyrri færsla:
Fyrir ári síðan
Næsta færsla: >
Epli og eikur
 


Athugasemdir (4)

1.

Mummi reit 22. mars 2007:

Magnað. Alveg magnað :)

2.

Örn reit 22. mars 2007:

Við erum að tala um algera snilld. Ég er húkkaður.
Spurning hvort þú þekkir mig á topplistanum?

3.

Þórarinn sjálfur reit 22. mars 2007:

Ég er hér með formlega í skammarkróknum. Ég festist í að spila leikinn í tölvunni hennar Alex, þegar hana langaði sjálfa að komast á netið.

Biiig mistake...

4.

Siggi reit 23. mars 2007:

Þetta er svona "bara eiiiiiina tilraun í viðbót..." leikur.
= Gott þegar maður á að vera að læra.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry