Spurning um hljóðeinangrun

Nú er spurning hvort einhver sérfræðingur í hljóðeinangrun les þessa síðu mína.

Þar sem ég geri ekki ráð fyrir að svo sé hvet ég þá sem hafa skoðun á málinu til að tjá sig.

Þannig háttar til að meðfram útidyrahurð íbúðarinnar er hamrað gler bæði fyrir ofan og neðan hurðina. Það er bara einfalt og því berast hljóð af ganginum leiðinlega mikið inn.

Ég er að spá í að kaupa mér ódýra "eggjabakkadýnu" í Rúmfatalagernum og skera niður í hæfilegar stærðir til að nota sem hljóðeinangrun. Gardínur að innanverðu fela svo svampinn.

En nú velti ég því fyrir mér hvernig dýnan ætti að snúa.

Ættu "eggjabakkarnir" að vísa inn í íbúðina (a) eða vísa upp að glerinu (b)?

Spurning um eggjabakkahljóðeinangrun

Hvað segja spekingar? Hvort er vænlegra til árangurs?


< Fyrri færsla:
Heilsufar teljara betrumbætt
Næsta færsla: >
Ekki dauður enn
 


Athugasemdir (4)

1.

Borgar reit 05. apríl 2007:

Án þess að vera sérfræðingur, þá held ég að þetta sé frekar spurning um að fá glerið til þess að hætta að nötra en dýnuna að gleypa hljóðbylgjurnar. Þess vegna segi ég A.

Það er auðvitað best að prufa bara báðar hliðar fyrst og setja svo skrúfurnar í þegar vísindalega mæld niðurstaða hefur fengist. ;-)

2.

Óskar Örn reit 06. apríl 2007:

Þetta er vonlaust. Þið verðið bara að flytja!
Líkur eru einmitt á því að fljótlega fari í sölu dýrindis íbúð á 4ðu hæð í Hvassaleitinu. Fullkomin fyrir ykkur. Special price for you, my friend....!

3.

Óskar Örn reit 06. apríl 2007:

Vona annars að þið hjúin hafið skemmt ykkur vel á Blonde Redhead fyrir hönd okkar hjúanna. Ef þið komist líka á Björk þá vil ég ekki vita það!

4.

Þórarinn Leifsson reit 08. apríl 2007:

A)
Öll æfingarhúsnæði eru með A) þannig að það er einhver standard.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry